top of page
  • TikTok
  • Facebook
  • Instagram

Obbosí!

Við vorum að spara smá tíma þannig við slepptum því bara að hugsa upp einhverja sniðuga fyrirsögn sem segir að við séum með frábæran prís og skemmtilegt úrval.

 

Við spörum svo þú getir sparað líka.

En fyrst að þú er að lesa þetta á annað borð þá get ég nú líka sagt þér að við erum með bakarí og það er ótrúlega huggulegt að kíkja um helgar og næla sér í súrdeigsbrauð, vínarbrauð, kleinuhringi (sem eru allir á 199 kr. stykkið) eða bara lítinn sætan kanilsnúð. 

​Já þú ert bara ennþá að lesa þetta. Þá ætla ég að sýna þér eitt ljóð sem ég skrifaði um daginn. Það er svona:

Bleyjur, bláber, pulsur, ís,
er bilaðslega hagkvæmt að kaupa í Prís.
bakarísmatur og búðarvara
hér er best að bara spara.

Annars erum við á Smáratorgi 3. Svona uppi á pallinum. Það er mjög spennandi að keyra upp rampinn frá Smáratorgi, hann er nefnilega smá brattur. Krakkarnir alveg elska það. En þú getur líka farið Smáralindar-megin og rúllað upp rampinn þar.

Talandi um krakkana, ef að þau eru alveg að bilast í búðinni þá megið þið pikka í Prís starfsmann og við getum látið þau fylla á hillurnar og losað orkuna þannig. Nei ókei. Þetta var djók. Ekki gera það. 

Vá ertu ennþá að lesa? Hvað get ég sagt þér meira?

Hmm.. Við erum að selja Buldak núðlurnar í Prís og ég er reyndar með pottþétta uppskrift fyrir þig að sósu.

Þú bara sýður núðlurnar í potti og svo setur þú eftirfarandi í skál: Eggjarauða, majónes, safi úr lime, hoisin sósa, hvítlaukur, kryddið og buldak-sósan úr pakkanum. Svo bara hrærir þú öllu saman og setur núðlurnar útí. Þetta er hættulega gott. Ég fékk mér þetta óvart fjóra daga í röð um daginn.  

Annars er ég með rosalegan varaþurrk, það er orðið svo kalt úti og svona. Er að prófa allskonar varasalva til að laga það. En það er ekkert að virka, þannig ég get ekki mælt með neinu sérstöku.

Vá svo er Hrekkjavakan bara alveg að koma. Svo koma jólin rétt á eftir. Þarf að fara að spá í jólagjöfum, jólamatnum og svona. Er það kannski of snemmt?

En það er bara lykilatriði að reyna að njóta og vera í núinu. Ég ætla allavega að reyna að gera það. Njóta en ekki þjóta og allt það. Ég fer kannski bara í sund eða eitthvað svona notalegt. 

Allavega. Þú veist af okkur ef þig vantar matvörur eða annað fyrir heimilið þitt.

Sjáumst í Prís 💚

640x480Pris_Tease_Fasi3_3x.png
bottom of page