top of page
Prís - Póstlistaheader.png

​Nýtt ár og alls konar áskoranir framundan. Ætlar þú að setja þér áramótaheit? Það eru ábyggilega mörg sem ætla að taka átak í heimilisbókhaldinu og okkur langar að koma með góð ráð sem geta sparað þér pening.

 

Við aðstoðum auðvitað heimilin í því að versla á hagstæðara verði því okkar markmið er að bæta hag almennings á Íslandi með því að lækka matvöruverð og stuðla að kröftugri samkeppni. 

En svo eru líka alls konar lítil sparnaðarráð sem geta haft alveg töluverð áhrif á budduna. Endilega renndu yfir og sjáðu hvort þú getir ekki prófað eitthvað af þessu í mánuðinum.

  • Skoðaðu hvað er til í ísskápnum áður en þú ferð út í búð. Það þarf enginn að eiga fjóra brúsa af remúlaði.

  • Smyrðu nesti áður en þú ferð út úr bænum. Nema þú viljir borga fleiri þúsund krónur fyrir slappar vegasjoppupylsur. 

  • Fáðu þér eitthvað pínulítið í svanginn áður en þú ferð út í búð. Klassískt sparnaðarráð sem virkar.

  • Gerðu matarplan fyrir vikuna, farðu í eina búðarferð og reyndu eftir bestu getu að standa við planið. Það getur verið erfitt en þú sérð ekki eftir því. 

  • Kíktu á kílóverðið, þannig veistu hvað er í alvörunni ódýrast. 

  • Láttu bjóða þér í mat stöku sinnum. Þú bara vaskar upp í staðinn.

  • Það er gott að eiga 10 lítra súpupott. Þá geturðu gert helling af súpu og fryst afganginn. Þá sleppurðu líka við eldamennskuna nokkrum sinnum. Spara tíma og pening. 

  • Ræktaðu sambandið við frystikistuna. Fleygðu í frystinn og þú sleppur við að henda peningum í ruslið. 

Sparigjöf til þín

Fyrir ykkur sem ætla að setja heimilisbókhaldið í fókus á nýju ári þá erum við búin að græja heimilisbókhaldsskjal í Excel sem getur hjálpað til við yfirsýn og sparnað. Biluð stemning, brjálað stuð og bara spara!

Þú getur hlaðið því niður með því að smella á takkann hérna fyrir neðan. Í flipanum neðst til vinstri eru leiðbeiningar sem leiða þig í gegnum hvernig skjalið virkar.

JAN - 1200x1200 (2).png

Prís, bara spara.

Nældu þér í allt þetta helsta og venjulega sem þú þarft í Prís, auðvitað á frábærum prís.

bottom of page